Stjarna Saka skín skært (myndskeið)

Bukayo Saka hefur átt frábært tímabil fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þar sem hann hefur skorað tólf mörk og gefið átta stoðsendingar í 24 leikjum.

Saka er 22 ára gamall hægri vængmaður sem hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lykilmaður hjá Arsenal undanfarin fimm ár.

Í spilaranum hér að ofan má sjá brot af því besta hjá Englendingnum á yfirstandandi tímabili, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert