Tapar vart skallabolta (myndskeið)

Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, er illviðráðanlegur í loftinu enda hefur hann unnið 21 skallabolta í röð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Hinn stóri og stæðilegi miðvörður hefur unnið 21 skallabolta í síðustu fjórum deildarleikjum og þar af skorað eitt mark, í 4:1-sigri á Luton Town á miðvikudagskvöld.

Samantekt af van Dijk að vinna þessa skallabolta má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert