Besti varamarkvörður í heimi? (myndskeið)

Caoimhín Kelleher, varamarkvörður Liverpool, hefur staðið sig vel í fjarveru aðalmarkvarðarins Alissons, knattspyrnustjóranum Jürgen Klopp til mikillar ánægju.

Kelleher reyndist ein af hetjum Liverpool í 1:0-sigri á Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins á sunnudag og hefur Klopp látið hafa það eftir sér oftar en einu sinni að Írinn sé besti varamarkvörður heims.

Ásamt því að verja níu skot í sigrinum á Chelsea hefur Kelleher sömuleiðis bjargað Liverpool oft í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Bestu vörslur markvarðarins, sem Klopp telur besta varamarkvörð í heimi, í deildinni á yfirstandandi tímabili má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert