Dansaði fram hjá varnarmönnunum (myndskeið)

Valentino Livramento gulltryggði Newcastle 3:0-heimasigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag með skemmtilegu marki.

Livramento kláraði þá vel eftir að hann dansaði fram hjá nokkrum varnarmönnum Wolves. Alexander Isak og Anthony Gordon komust einnig á blað hjá Newcastle.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert