Eitt af mörkum tímabilsins (myndskeið)

Yoane Wissa skoraði eitt af mörkum tímabilsins er hann kom Brentford í 2:1-forystu gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Wissa skoraði þá með stórkostlegri hjólhestaspyrnu. Því miður fyrir hann dugði markið ekki til sigurs, því Axel Disasi jafnaði skömmu síðar.

Markið glæsilega og aðrar svipmyndir úr leiknum má sjá í spilarnaum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert