Ótrúlegur lokakafli í Liverpool (myndskeið)

Tomás Soucek og Edson Álvarez skoruðu báðir í uppbótartíma er West Ham vann 3:1-endurkomusigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Goodison Park í Liverpool í dag.

Beto kom Everton yfir snemma í seinni hálfleik, en Kurt Zouma jafnaði áður en Lundúnaliðið skoraði mörkin tvö í lokin.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert