Sigurmarkið kom á síðustu stundu (myndskeið)

Frakkinn Lucas Digne var hetja Aston Villa er liðið vann 3:2-útisigur á Luton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Digne skoraði sigurmarkið í blálokin eftir að Villa hafði misst niður tveggja marka forskot, en Ollie Watkins kom Villa í 2:0, áður en Tahit Chong og Carlton Morris svöruðu fyrir Luton.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka