Alonso tekur ekki við Liverpool

Xabi Alonso, knattspyrnustjóri Bayer Leverkusen.
Xabi Alonso, knattspyrnustjóri Bayer Leverkusen. AFP/Ina Fassbender

Enska knattspyrnufélagið Liverpool mun að öllum líkindum leita annað en til Xabi Alonso að nýjum knattspyrnustjóra karlaliðsins.

The Times greinir frá því að Alonso, sem stýrir Bayer Leverkusen, hyggist halda kyrru fyrir í Þýskalandi.

Hann hefur einnig verið orðaður við stjórastarfið hjá Bayern München þar í landi en nú er talið líklegast að Alonso haldi kyrru fyrir í að minnsta kosti eitt ár til viðbótar hjá Leverkusen, sem er á toppnum í þýsku 1. deildinni og nálægt því að verða Þýskalandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Portúgali orðaður við starfið

Af þeim sökum telst það ólíklegt að nafn hans verði að finna á óskalista Liverpool í leit félagsins að nýjum stjóra.

Sá stjóri sem er nú helst nefndur til sögunnar sem arftaki Jürgens Klopps hjá Liverpool er Portúgalinn Rúben Amorim, stjóri Sporting Lissabon.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert