Klopp tjáir sig um mögulegan eftirmann

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. AFP/Michal Cizek

Þjóðverjinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri karlaliðs Liverpool, tjáði sig um mögulegan eftirmann sinn hjá Liverpool, Roberto De Zerbi, stjóra Brighton. 

Liverpool mætir Brighton á Anfield á sunnudaginn kemur. Liverpool-liðinu hefur tekist illa að eiga við Brighton undanfarið og ekki unnið í síðustu fjórum leikjum liðanna. 

Klopp lætur af störfum eftir tímabilið en Roberto De Zerbi hefur verið orðaður við stjórnvölin hjá Liverpool. 

Roberto De Zerbi er eftirsóttur.
Roberto De Zerbi er eftirsóttur. AFP/Glyn Kirk

Allt öðruvísi stjóri

Klopp tjáði sig um De Zerbi á blaðamannafundi fyrir leikinn. 

„Ég gæti ekki þjálfað eins og hann, það fer gegn persónuleika mínum. Það er hins vegar mjög gaman að horfa á Brighton og De Zerbi er frábær knattspyrnustjóri. 

Hann er að standa sig mjög vel með Brighton en hans leikstíll er annar en minn,“ sagði Þjóðverjinn. 

Með sigri á Brighton getur Liverpool komist í toppsæti ensku deildarinnar, allavega þangað til úrslitin úr leik Manchester City og Arsenal eru ráðin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert