Skoraði með bakinu (myndskeið)

Kurt Zouma tryggði West Ham United stig þegar liðið gerði jafntefli við Tottenham Hotspur, 1:1, í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Brennan Johnson kom gestunum í Tottenham yfir snemma leiks eftir undirbúning Timo Werner.

Zouma jafnaði hins vegar metin þegar hann ætlaði að skalla fyrirgjöf Jarrods Bowens frá hægri, tókst það ekki en náði hins vegar að stýra boltanum með bakinu og í netið.

Mörkin tvö má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka