Tæp vítaspyrna bjargaði stigi (myndskeið)

Dominic Calvert-Lewin tryggði Everton stig þegar liðið gerði jafntefli við Newcastle United, 1:1, á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Alexander Isak hafði komið Newcastle í forystu með laglegu marki eftir stundarfjórðungs leik.

Calvert-Lewin jafnaði hins vegar metin með marki úr vítaspyrnu tveimur mínútum fyrir leikslok, sem Martin Dúbravka í marki Newcastle var afar nálægt að verja.

Mörkin tvö má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka