Úlfurinn spillti gleðinni (myndskeið)

Rayan Ait-Nouri, leikmaður Úlfanna, kom í veg fyrir kærkominn sigur Burnley í botnbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar hann jafnaði metin í 1:1-jafntefli liðanna í kvöld.

Jacob Bruun Larsen kom heimamönnum í Burnley í forystu með laglegri afgreiðslu áður en Ait-Nouri skoraði með hnitmiðuðum skalla eftir fyrirgjöf Pablo Sarabia úr aukaspyrnu.

Mörkin tvö má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka