Draumamörk Fernandes (myndskeið)

Bruno Fernandes skoraði um liðna helgi sitt 50. deildarmark fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Það var af dýrari gerðinni; úr miðjuhringnum gegn erkifjendunum í Liverpool.

Á þessum tímamótum ákvað úrvalsdeildin að taka saman fimm fallegustu mörkin sem Fernandes hefur skorað fyrir Rauðu djöflana.

Þau eru öll hin glæsilegustu og má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert