Varði frábærlega frá Liverpool-manninum (myndskeið)

André Onana, markvörður Manchester United, kom sínum mönnum nokkrum sinnum til bjargar í 2:2-jafntefli gegn Liverpool í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu um síðustu helgi.

Onana varði til að mynda glæsilega frá Dominik Szoboszlai snemma leiks og síðar í leiknum vel frá Mohamed Salah.

Markverðirnir unnu vel fyrir kaupinu sínu í umferðinni enda leit fjöldi glæsilegra varsla ljós.

Fallegustu markvörslur 32. umferðar má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert