Ævintýralegt sjálfsmark hjá lánlausum Burnley mönnum (Myndband)

Staða Burnley í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar er svört og hræðileg mistök Arijanet Muric bættu gráu ofan á svart þegar liðið mætti Brighton í dag.

Josh Brownhill kom Burnley yfir með slysalegu marki áður en Muric tók augun af boltanum og missti sendingu frá Hjalmar Ekdal framhjá sér og í eigið net.

Burnley er 6 stigum frá öruggu sæti í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert