Bruno Fernandes tryggði stig á suðurströndinni (Myndband)

Bruno Fernandes jafnaði metin í tvígang fyrir Manchester United þegar liðið heimsótti Bournemouth í síðdegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Dominic Solanke og Justin Kluivert skoruðu mörk Bournemouth sem sitja í 11. sæti deildarinnar. Manchester United eru 10 stigum frá Meistaradeildarsæti þegar 6 leikir eru eftir af tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert