Sjáðu glæsimark Cunha (Myndband)

Brasilíumaðurinn Matheus Cunha skoraði bæði mörk Wolves í 2:2 jafntefli liðsins gegn Nottingham Forest á The City Ground í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fyrra markið var sérstaklega glæsilegt

Cunha skoraði með glæsilegu skoti í stöngina og inn, efst í markhornið, en Morgan Gibbs-White jafnaði skömmu síðar og staðan var jöfn, 1:1 í hálfleik.

Forest komust yfir á 57. mínútu með marki Danilo en Cunha jafnaði af harðfylgi eftir hornspyrnu 5 mínútum síðar og þar við sat.

Úrslitin þýða að Forest kemst stigi upp fyrir Luton og stigi á eftir Everton en Notthingham sitja í 17. sæti deildarinnar. 

Úlfarnir sigla lygnan sjó í 11. sæti með 43 stig.

Sjáðu öll mörkin í spilaranum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert