Arsenal féll á prófinu

Arsenal tapaði 2:0 þegar Aston Villa kom í heimsókn á Emirates-völlinn í Lundúnum í dag. Manchester City hefur tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar eftir helgina.

Leon Bailey og Ollie Watkins skoruðu mörk Villa undir lok leiksins í dag en gestirnir þurftu nauðsynlega stigin þrjú í baráttu sinni við Tottenham um sæti í Meistaradeild Evrópu.

Mörkin og allt það helsta úr leiknum eru í spilaranum að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert