Liverpool tapaði á Anfield (Myndband)

Liverpool varð fyrir áfalli í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn þegar Crystal Palace hirti stigin 3 á Anfield. Eberechi Eze var hetja Palace manna en sóknarmenn Liverpool fóru oft illa að ráði sínu. 

Þetta er annar tapleikur Liverpool á heimavelli í röð en liðið tapaði 3:0 gegn Atalanta í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöld.

Markið og helstu atvik eru í spilaranum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka