Markvörðurinn í aðalhlutverki á Anfield (myndskeið)

Það var nóg að gera hjá Dean Henderson, markverði Crystal Palace, þegar liðið heimsótti Liverpool í 33. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Anfield á sunnudaginn.

Leiknum lauk með sigri Crystal Palace, 1:0. en Liverpool átti 17 marktilraunir í leiknum og þar af fóru sex þeirra á markið.

Þá varði Alisson, markvörður Liverpool, líka vel í leiknum og á hann einnig eina af vörslum 33. umferðarinnar.

Markvörslur 33. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert