Arsenal-maðurinn með gott forskot (myndskeið)

David Raya, markvörður Arsenal, hefur tólf sinnum haldið markinu hreinu á yfirstandandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 

Er það þrisvar sinnum oftar en Bernd Leno, markvörður Fulham, og Jordan Pickford, markvörður Everton, sem hafa haldið markinu hreinu níu sinnum. 

Næst koma Emiliano Martínez hjá Aston Villa, Ándre Onana hjá Manchester United og Ederson hjá Manchester City með átta. 

Sá sem heldur oftast markinu hreinu hlýtur gullhanskann. 

Myndskeið af vörslum markverðanna má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert