Farið á kostum hjá Manchester City (myndskeið)

Englendingurinn Phil Foden hefur farið á kostum með Englandsmeisturum Manchester City á yfirstandandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 

City er á toppnum með 73 stig en í öðru og þriðja sæti eru Arsenal og Liverpool með 71. 

Foden hefur skorað 14 mörk fyrir Manchester City en öll þeirra má sjá í spilaranum hér að ofan. Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert