Níu mörk í þremur heimaleikjum (myndskeið)

Cole Palmer hefur farið algjörlega á kostum með Chelsea undanfarið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 

Hann skoraði fernu í síðasta leik liðsins gegn Everton og er kominn með 20 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Er hann þar með markahæstur ásamt Erling Haaland, framherja Manchester City. 

Hefur Palmer skorað í sjö heimaleikjum í röð en myndskeið af mörkunum má sjá í spilaranum hér að ofan. Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert