Endurkomusigur Aston Villa (myndskeið)

Aston Villa tók á móti Bournemouth á Villa Park í Birmingham í dag. Gestirnir komust yfir með marki Dominic Solanke úr vítaspyrnu en Villa jafnaði og sigraði að lokum.

Vítaspyrna Solanke var feikilega örugg og Emi Martinez sem vakti athygli fyrir að fá tvö gul en ekki rautt í Evrópudeildinni í vikunni kom engum vörnum við. 

Vængmaðurinn ungi Morgan Rogers jafnaði metin fyrir Villa skömmu fyrir hálfleik og Moussa Diaby og Leon Bailey tryggðu heimaliðinu sigur og sex stiga forskot á Tottenham í baráttunni um síðasta Meistaradeildarsætið.

Mörkin eru í spilaranum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert