Everton eyðilagði titilvonir Liverpool (myndskeið)

Liverpool á lítinn möguleika á að verða enskur meistari í fótbolta eftir tap á útivelli gegn grönnunum í Everton í kvöld, 0:2.

Jarrad Branthwaite gerði fyrra markið á 27. mínútu og Dominic Calvert-Lewin bætti við öðru marki á 58. mínútu.

Liverpool er í öðru sæti með 74 stig, þremur stigum á eftir Arsenal og með mun verri markatölu. Manchester City er með 73 stig og með tvo leiki til góða.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert