Mistök hjá Onana og þrumufleygur Portúgalans

Bruno Fernandes  skoraði tvívegis fyrir Manchester United er liðið lagði Sheffield United að velli á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, 4:2.

Jayden Bogle kom Sheffield-liðinu yfir á 42. mínútu eftir slæm mistök hjá André Onana í marki United. Að lokum komu mistökin ekki að sök því Harry Maguire og Rasmus Höjlund skoruðu einnig fyrir Manchester-liðið.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert