Kom Bournemouth í efri helminginn (myndskeið)

Antoine Semenyo skoraði sigurmarkið er Bournemouth vann mikilvægan útisigur á Wolves, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í Wolverhampton í gær. 

Markið kom á 37. mínútu en með sigrinum er Bournemouth komið fyrir ofan Wolves og í tíunda sæti deildarinnar með 45 stig. 

Markið má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert