Barist um enska meistaratitilinn (myndskeið)

Lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni hefst klukkan 15.00 í dag. Tvö lið berjast um titilinn.

Í bláa horninu: Manchester City.

Á toppi deildarinnar með 88 stig er Manchester City sem er með örlögin í höndum sér. Ef liðið vinnur West Ham þá vinna þeir deildina en ef þeir gera jafntefli eða tapa þá er titilinn í hættu.

Í rauða horninu: Arsenal.

Með 86 stig í öðru sæti á Arsenal ennþá möguleika á titlinum. Liðið er með betri markatölu en City og ef Arsenal vinnur Everton og City gerir jafntefli eða tapar þá fer bikarinn til London.

Innslag um þennan spennandi bardaga má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska bolt­an­um í sam­starfi við Sím­ann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka