Flest félög með sumarnámskeið í rafíþróttum

Sumarfrí er oft brúað af námskeiðum fyrir börn og ungmenni. …
Sumarfrí er oft brúað af námskeiðum fyrir börn og ungmenni. Sumarnámskeið í rafíþróttum virðast vera vinsæll kostur í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sum­arið er að renna í hlað og bera fer á ýms­um sum­ar­nám­skeiðum fyr­ir börn og ung­menni. Þar á meðal eru nám­skeið í rafíþrótt­um en nú má finna aug­lýs­ing­ar fyr­ir slík nám­skeið hjá Haukum og Selfoss eSports. Virðast því flest félög ætla að halda úti sumarnámskeið í sumar og í raun fá félög sem bæst geta við upp úr þessu.

Áður höfðum við greint frá nám­skeiðum Rafík, Ármanns, Fylk­is, KR og XY Esports.

Tugur námskeiða hjá Haukum

Haukarnir stefna á að bjóða upp á 10 námskeið í sumar frá 14. júní til 20. ágúst. Eitt námskeið fyrir hádegi frá 9-12 og annað eftir hádegi frá 13-16. Lögð verður áhersla á að skipta niður tímanum á milli leikjaspilunar og hreyfingar. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum grunnskólans NÚ að Reykjavíkurvegi 50.

Auglýsing fyrir sumarnámskeið Hauka í rafíþróttum.
Auglýsing fyrir sumarnámskeið Hauka í rafíþróttum.

Sérstakur hópur fyrir stúlkur hjá Selfoss eSports

Selfoss eSports verður með námskeið á tímabilinu 14. júní til 16. júlí sem skiptast í m.a. byrjendahópa og hópa fyrir lengra komna, en einnig verður sérstakur hópur til að hvetja stelpur til þátttöku. Námskeiðin verða haldin í rafíþróttaveri Vallaskóla við Engjaveg.

Lýsing á sumarnámskeiði Selfoss eSports á síðunni http://fristundir.arborg.is/
Lýsing á sumarnámskeiði Selfoss eSports á síðunni http://fristundir.arborg.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert