Mun PES taka fram úr FIFA með frírri spilun?

Messi og Neymar Jr. í leiknum eFootball.
Messi og Neymar Jr. í leiknum eFootball. Skjáskot/youtube.com/IGN

Í tilkynningu tölvuleikjaframleiðanda Konami, sem framleiðir leikina Pro Evolution Soccer eða PES, kemur fram að leikurinn muni verða frír til spilunar á næstunni. Ekki er um nýjan leik að ræða, heldur uppfærslu á PES 2021, en sú uppfærsla ber nafnið eFootball PES 2021 Season Update. 

Nafni leiksins breytt í eFootball

Nafni leiksins verður breytt úr PES í eFootball og hefur leikurinn verið aðalkeppinautur FIFA-leikjanna, en hafa PES-leikirnir þó aldrei náð jafn miklum vinsældum og FIFA-leikirnir. Framleiðandi PES, sem nú mun heita eFootball, vonast til að breyting verði þar á með því að gera nýjasta leik þeirra frían til spilunar, en FIFA-leikirnir eru ekki fríir spilunar. 

Mun leikurinn taka fram úr FIFA?

Upp hafa vaknað vangaveltur hjá aðdáendum um allan heim um hvort eFootball muni loks ná yfirhöndinni í samkeppni leiksins við FIFA. Út frá þeim nýjungum sem kynntar hafa verið í nýjasta leik FIFA er þó erfitt að segja til um hvort eFootball muni taka fram úr í samkeppninni.

mbl.is