30 ár síðan þróun Mortal Kombat hófst

Skjáskot/Mortal Kombat

Þrjátíu ár eru frá því að þróun á tölvuleiknum Mortal Kombat hófst en leikurinn kom út ári seinna og á því 30 ára stórafmæli á næsta ári.

Vill birta fleiri myndbönd af þessu tagi

Ed Boon, meðhöfundur Mortal Kombat, deildi myndbandi á Twitter aðgangi sínum í tilefni þess. Myndbandið sýnir frá því hvernig hreyfingar Scorpions voru myndaðar þegar hann kastar spjótkaðlinum í andstæðing sinn og togar hann til sín.

„Við undirbúðum okkur svo sannarlega vil fyrir tökurnar en sumar hugmyndir komu til okkar þegar við vorum að mynda,“ segir Boon á Twitter aðgangi sínum en hann krossar fingur og vonast til þess að geta deilt meir af efni í þessum dúr.

Hér að neðan er hægt að horfa á myndbandið sem Ed Boon birti.

mbl.is