Fyrsta konan í byrjunarliði í úrvalsdeild

Skjáskot úr heimildarmyndinni um Danli, fyrstu konuna í byrjunarliði í …
Skjáskot úr heimildarmyndinni um Danli, fyrstu konuna í byrjunarliði í úrvalsdeild í League of Legends á Íslandi. Skjáskot/youtube.com/嘉倩 Jiaqian

Hin kínverska Danli spilar með liði XY í íslensku úrvalsdeildinni, eða Flatadeildinni, í League of Legends. Danli er eina konan sem spilar í efstu deild í League of Legends á Íslandi.

Fyrsti kvenkyns spilarinn í byrjunarliði á Íslandi

Þrátt fyrir að vera eina konan í deildinni á þessu tímabili, þá hafa áður konur spilað í deildinni. Danli er hinsvegar eina konan sem hefur verið í byrjunarliði síns liðs í úrvalsdeild League of Legends á Íslandi.

Danli streymir reglulega frá leikjum sínum á Twitch rás sinni.

Heimildarmynd var gerð um líf Danli sem nú er aðgengileg á YouTube. Í myndinni fjallar Danli m.a. um það hvernig hún endaði í íslensku rafíþróttaliði og reynslu sína sem kvenkyns spilari í leiknum. 

mbl.is