Kjúklingar á vígvelli

Grafík/CS:GO

„Kannski vil ég bara að þú prófir vörurnar mínar.. kannski er ég að dæma hversu vel þú fylgir leiðbeiningum… kannski hata ég bara kjúklinga mjög mikið“ segir Booth, vopnasali í fyrstu persónu skotleiknum Counter-Strike:Global Offensive.

Einkennandi fyrir leikinn

Fyrir þá sem spila leikinn er auðséð að kjúklinga má finna á víð og dreif innanleikjar, en hvað eru kjúklingar að gera á vígvellinum?

Hægt er að ráðast á þá en skilja þeir þá eftir sig fjarðaþyt og hverfa.
Kjúklingarnir hafa verið lengið viðráðnir í sögu Counter-Strike og hafa þróast í takt við tæknina. Í dag hafa þeir kost á að vafra um það svæði sem þeim sýnist á kortinu og bregðast þeir við háværum byssuskotum en það var ekki áður.

Fiðraðar hetjur

Einnig eru til dæmi um það að kjúklingar hafi labbað fyrir færið hjá öðrum og þar með hlíft keppanda frá skoti en það hafa verið þrælheppnir leikmenn.

Mikið er haldið upp á kjúklingana og hefur veðmálafyrirtækið Betway Esports m.a. á höndum sér kjúkling sem fær að spá fyrir leikjum endrum og sinnum með því að velja á milli tveggja matarskála sem merktar eru liðunum sem mætast. Nákvæmnis hlutfall hans er um 50%


 

Árstíðarbundinn fugl

Kjúklingarnir í Counter-Strike hafa skipt um búning eftir árstíðarbundnum viðburðum og má nefna draugabúninga á hrekkjavökutíð, páskabúninga yfir páskana og þess háttar.

Það er ljóst að kjúklingarnir spila skemmtilegan þátt í leiknum og eiga sér stað í hjörtum spilara.

mbl.is