Nýtur vinsælda meira en ári eftir útgáfu

Leikurinn Legends of Runeterra er spilaleikur með League of Legends …
Leikurinn Legends of Runeterra er spilaleikur með League of Legends ívafi. Grafík/Riot Games

Vinsældir farsímaleikja eru á hraðri uppleið, en margir stærri tölvuleikjaframleiðendur hafa gefið út farsímaleiki undanfarið og er margt á döfinni. Farsímaleikurinn Legends of Runeterra var gefinn út af Riot Games á síðasta ári og hafa vinsældir leiksins verið á uppleið.

Vinsæll ári eftir útgáfu

Legends of Runeterra var gefinn út árið 2020 af Riot Games, en Riot Games hafa m.a. gefið út vinsælu leikina League of Legends og Valorant. Riot Games hafa ekki mikið verið að gefa út efni á farsíma, svo var útgáfa leiksins skref í áður óþekkta átt hjá fyrirtækinu. 

Leikurinn er spilaleikur, þar sem leikmenn nota spil til þess að spila. Margir karakterar úr leiknum League of Legends eru í leiknum, og gerist í umhverfi Runeterra-heimsins sem kemur frá League of Legends.

Leikurinn naut ekki mikilla vinsælda þegar hann kom út, en síðustu vikur hefur leikurinn þó verið á hraðri uppleið hvað varðar vinsældir. Legends of Runeterra komst nýlega á lista yfir 100 mest seldu farsímaleiki í Bretlandi. Hægt er að nálgast leikinn til spilunar á App Store, Google Play og PC-tölvur hér.

mbl.is