Fluttur á YouTube

Ludwig Ahgren flytur sig á leikjadeild YouTube.
Ludwig Ahgren flytur sig á leikjadeild YouTube. Skjáskot/YouTube

Efnishöfundurinn Ludwig Ahgren sem sló heimsmetið í því að vera með flestu áskrifendurnar á streymisveitunni Twitch í apríl en hann fékk yfir 270,000 áskrifendur í gegnum svokallað „subathon“.

Frá Twitch á YouTube

Hefur Ahgren nú skilið við Twitch og hafið samstarf á YouTube Gaming og mun hann sinna sínum streymisstörfum þar. Tísti Ryan Watt, yfirmaður leikjadeildar YouTube, frá komu Ahgren á Youtube og býður hann velkominn í „fjölskylduna“.

Ahgren birti einnig myndband á Twitter sem gaf til kynna flutning hans á milli veita en enginn texti fylgdi myndbandinu, aðeins broskarl.

Bíllinn sprakk

Í myndbandinu ekur hann fjólubláum bíl, sem vísar til streymisveitunnar Twitch, sem skyndilega springur þegar hann stígur út úr bílnum. Gengur hann svo að rauðum bíl, sem vísar í YouTube, og ekur honum í burtu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert