„Partur af eðli mannkynsins að finna nýjar leiðir“

Tucker Griggs spilar tölvuleiki með fótunum sínum.
Tucker Griggs spilar tölvuleiki með fótunum sínum. Skjáskot/Totally Game

„Allir eru að mestu leyti fullir undrunar, þetta hefur verið alveg ótrúlegt í hreinskilin sagt. Ég bjóst aldrei við neinu þessu líkt,“ segir Tucker Griggs, einnig þekktur sem „FragsByTheFoot“ í viðtali hjá British Esports.

„Það er ótrúleg upplifun að sjá fólk koma inn og segja að ég veiti þeim innblástur, en ég fæ sjálfur innblástur frá öðrum fötluðum rafíþróttamönnum sem og þeim sem kljást ekki við fatlanir.“

Tucker Griggs er 23 ára gamall og býr hjá móður sinni og stjúpföður í Kaliforníu.

Hann fæddist með Arthrogryposis Multiplex Congenita sem er sjaldgæfur sjúkdómur sem veldur því m.a. að olnbogar hans og úlnliðir eru fastir í 90° gráðu horni og hnén læst fram svo hann þarf að notast við hjólastól alla daga.

Lærði að spila með fótunum

Tucker Griggs var að læra blaðamennsku í Fresno State háskólanum, en bíður eftir að heimsfaraldurinn róist niður áður en hann snýr aftur í námið.

Vegna hamlaðar hreyfigetu í höndum sínum hefur Tucker þurft að læra að sinna hversdagslegum hlutum með fótunum og með aðstoð sjúkraþjálfara hefur hann lært að spila tölvuleiki með fótunum sem gerir honum kleift að skemmta sér við hlið vina sinna.

Leyfir fólki að fylgjast með sér í beinni

Í dag streymir Tucker reglulega til 1.4 þúsund Twitch fylgjenda sinna og sýnir listir sínar í nokkrum mismunandi leikjum - ásamt því að streyma öðru hvoru myndböndum af sér að matreiða.

Hann notast við tvær myndavélar þegar upptökur eiga sér stað, önnur þeirra er venjuleg vefmyndavél sem sýnir andlit hans á meðan hin sýnir fæturna þegar hann spilar.

Tucker sérhæfir sig í tölvuleiknum Overwatch og spilar háa stöðu innanleikjar með von um að komast enn lengra í framtíðinni.

Í gegnum árin hefur hann prófað sig áfram með mismunandi hjálpartæki fyrir tölvuleikjaspilun, en hefur fundist best að nota venjulega mús og lyklaborð.

Þegar hann spilar notar hann iðulega örvarnar í staðinn fyrir hefðbundnu WASD takkana og ýtir á takkana með vinstri fót á meðan hægri fóturinn er á músinni.

Í þokkabót er uppstilling leikjabúnaðs hans á gólfinu, það er hentugast fyrir hann til þess að geta spilað.

 


 

Hefur ekki forskot á aðra keppendur

Það hafa komið upp vandamál á meðal fatlaðra spilara varðandi reglur er varða leikjabúnað á mótum, vegna þess að sérhannaður búnaður er ekki leyfður á hefðbundnum mótum.
Þetta skilur fatlaða einstaklinga sem notast við sérbúnað útundan.

Þar sem Tucker hefur bæði notast við sérhannaðan búnað og hefðbundinn búnað getur hann séð báðar hliðar málsins.

Að hafa sérhannaðan búnað sem hentar fötlunum einstaklingsins gefur þeim ekki forskot, heldur gerir þeim kleift að geta spilað með.

Þegar hann er ekki að streyma, fylgist Tucker með öðrum streymurum ásamt því að horfa á mismunandi rafíþróttir til þess að auka eigin hæfni.

„Ég kann vel við rafíþróttir almennt! Ég elska að horfa á þær - mér er alveg sama hvaða leikur það er, ég er bara „ég skil ekki leikinn en leyfðu mér að horfa aðeins á hann““

Atvinnumennska í rafíþróttum

Tucker hefur áhuga á að taka atvinnumennsku í rafíþróttum á næsta stig en tækifærin eru fá og ná ekki svo langt.

Burtséð frá fötlun hans hefur Tucker tekist að aðlaga lífsstíl sinn til þess að elta drauma sína og hvetur fleira fólk til að gera slíkt hið sama.

„Það er partur af eðli mannkynsins, að finna nýjar leiðir. Sama hvað það er, þú finnur út úr því á endanum. Það gæti tekið þig smástund, en þú finnur út úr því.“

Fullt viðtal við hann má heyra hér að neðan.

mbl.is