Ásakaður um svindl í Halo Infinite móti

Skjáskot úr leiknum Halo Infinite.
Skjáskot úr leiknum Halo Infinite. Skjáskot/youtube.com/Xbox

Fyrir tveimur vikum komu upp vandamál á Magic Mushroom Clubhouse móti í tölvuleiknum Halo Infinite þar sem að verðlaunapotturinn bjó að 10.000 bandaríkjadölum eða tæplega 1,3 milljónum íslenskum krónum.

Leikmaðurinn Minds í BuiltByGamers var ásakaður um að svindla í leik gegn Pioneers af leikmanninum Druk frá Pioneers. Minds er sagður hafa verið að fylgjast óheiðarlega með mótherjum sínum í gegnum veggi innanleikjar.

Þrátt fyrir að Minds neiti allri sök hefur Magic Mushroom Clubhouse úrskurðað svo að hann sé sekur og er hann því bæði dæmdur úr leik á mótinu sem og meinað þátttöku í öðrum mótum á vegum Magic Mushroom Clubhouse þangað til að 343 Industries afneitar þessum ásökunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert