Viskýglös fylgja sérstakri Halo karöflu

Sérstök Halo karafla með fjórum viskýglösum.
Sérstök Halo karafla með fjórum viskýglösum.

Halo vörumerkið heldur áfram að stækka og geta núna Halo-áhugamenn fært tölvuleikinn inn í eldhúsið með sérstökum borðbúnaði í anda Master Chief.

Ukonic skapaði sex hluta sett til drykkjarhalds með sérstöku Halo þema. Það felur í sér karöflu sem lítur út eins og hjálmur Master Chiefs og fjögur viskýglös með nöfnum og merkjum UNSC áletrað.

Karaflan heldur rétt rúmlega 1,6 lítrum af vökva en hægt er að loka karöflunni með tappa á meðan viskýglösin halda 0,3 lítrum af vökva.

Ukonic er einnig þekkt fyrir að hafa búið til sérstakan Xbox kæliskáp í samstarfi við Microsoft. 

Hægt að drekka hvað sem er

Þrátt fyrir að glösin séu sérstök viskýglös er þó alveg hægt að drekka hvað sem er úr þeim og það sama gildir um karöfluna. Lýsing vörunnar gantast örlítið með það og segir „fullkomið fyrir Halo leikmenn, sex ára og eldri ef drukkið er appelsínusafa“.

Hægt er að forpanta settið í gegnum Toynk fyrir 120 bandaríkjadali en það eru rétt rúmar 15.000 íslenskar krónur.

Áætlað er að vörur verði sendar út þann 5. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert