Áskrifendur fá aðgang að fyrstu þáttunum

Þáttaröð um tölvuleikinn Halo fer af stað á Paramount+.
Þáttaröð um tölvuleikinn Halo fer af stað á Paramount+. Skjáskot/Paramount+

Tölvuleikjaserían Halo breiðir úr sér og fer á hvíta tjaldið hjá streymisveitunni Paramount Plus á fimmtudaginn. Áskrifendur Xbox Game Pass Ultimate fá aðgang að meira Halo-efni þegar Halo-þáttaröðin fer af stað á Paramount Plus. 

Áskrifendur Xbox Game Pass hafa nú þegar aðgang að Halo Infinite-tölvuleiknum en Microsoft býður kúnnum sínum fría 30 daga áskrift að Paramount Plus frá morgundeginum, en þáttaröðin hefst á fimmtudaginn.

Sýnir frá öðrum tíma

Halo þáttaröðin fer tæknilega séð fram á annarri tímalínu en nokkurt efni frá Halo hefur áður sýnt frá. Þáttaröðin fer fram „silfur tímalínu“ sem gefur áhorfendum tækifæri á að upplifa ögn frábrugna útgáfu af Halo-sögunni sem gerist fyrir þann tíma sem við þekkjum nú þegar.

Með þessarri fríu prufuáskrift ná áskrifendur Xbox Game Pass Ultimate að horfa á fyrstu fimm þættina af þessarri níu þátta seríu. Þurfa því þeir sem vilja horfa á fleiri þætti að kaupa einn mánuð í viðbót af Paramount Plus áskrift.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert