Ég sagði ykkur það, við ætlum að vinna

Vladislav „nafany“ Gorshkov hjá Cloud9 eftir sigurinn á IEM Dallas …
Vladislav „nafany“ Gorshkov hjá Cloud9 eftir sigurinn á IEM Dallas 2022.

Cloud9 landar fyrsta bikarnum í fjögur ár í CS:GO, eftir 3:0 sigur gegn ENCE í úrslitaviðureign IEM Dallas um helgina. Þar að auki hlaut liðið 100.000 bandaríkjadali í verðlaun, en það gera þrettán milljón íslenskar krónur.

Liðsmenn Cloud9 ræddu við James „BanKs“ Banks á sviðinu eftir leikinn, og var leikmaðurinn Vladislav „nafany“ Gorshkov fyrstur að orði.

„Í hreinskilni sagt, ég átta mig örugglega ekki alveg á þessu ennþá. Ég er með margar mismunandi tilfinningar, en við þurftum svo sannarlega á þessum sigri að halda og ég er hæstánægður með að við náðum honum!“ sagði nafany.

„Ég er klárlega á heimavelli,“ bætir hann við og segist hafa fengið stuðning fjölda aðila og að það hafi skipt liðið miklu máli.

„Ég sagði ykkur það, við ætlum að vinna nokkur LAN-mót, við ætlum að vinna fullt af mótum í framtíðinni,“ svaraði Abay „HObbit“ Khasenov þegar hann var spurður hvort hann væri stoltur af liðinu sínu og árangrinum.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert