Fagna með öllum litum regnbogans

Sackboy í tölvuleiknum Sackboy: A Big Adventure skartar öllum litum …
Sackboy í tölvuleiknum Sackboy: A Big Adventure skartar öllum litum regnbogans til fögnuðar um hinsegindaga. Grafík/Sony

Til fögnuðar um hinsegindaga tilkynnti Sony í dag að sérstakur regnbogabúningur í tölvuleiknum Sackboy: A Big Adventure sé nú fáanlegur fyrir alla sem vilja.

Í opinberu tísti frá PlayStation segir að frá deginum í dag sé hægt að hlaða niður fríum regnbogabúning á Sackboy í gegnum PlayStation-verslunina

„Þú finnur alla liti regnbogans í Craftworld!“ segir í tísti ásamt myndbandi sem sýnir frá Sackboy í glaðlegum regnbogalituðum búning.

Hægt er að spila leikinn á PlayStation 4 og 5.

mbl.is