Nýjasta kortið opinberað í PUBG

Nýja kortið í PUBG: Battlegrounds heitir Deston.
Nýja kortið í PUBG: Battlegrounds heitir Deston. Grafík/Krafton

Framleiðsluverið Krafton opinberaði nýjasta kortið í PUBG: Battlegrounds með streymi um helgina en það er níunda kortið í leiknum.

Kortið heitir Deston og var kynnt með kynningarstiklu í streyminu og er jafnframt að hægt að nálgast dýpri innsýn í það hér.

Kortið fer í loftið og verður spilanlegt þann 13. júlí og segir Krafton að sérstakur Deston Survivor-bardagapassi verði gefinn út á sama tíma.mbl.is