Segir Ragnarök koma út á þessu ári

God of War: Ragnarök.
God of War: Ragnarök. Grafík/Santa Monica Studios

Það er nokkuð ljóst að tölvuleikurinn God of War Ragnarök sé á lokastigi í þróunarferlinu og það styttist óðum í útgáfu hans.

Að sögn sköpunarstjórans, Cory Barlog, mun leikurinn koma út á næsta ári.

Undanfarna mánuði hefur verið í umræðunni að Ragnarök hafi verið frestað fram á næsta ár. Á sama tíma berast fregnir af því að svo sé ekki og að leikurinn muni koma út í nóvember á þessu ári

Virðist vera stutt í hann

Aftur á móti eru nokkur atriði sem benda til þess að mjög stutt sé í útgáfu leiksins, eins og nýleg einkunnagjöf frá Kóreu.

Barlog hefur setið undir fjölda spurninga á Twitter varðandi leikinn og hvort honum hafi verið frestað fram á næsta ár.

„Af hverju segið þið okkur ekki bara frá því að Ragnarök hafi verið frestað svo við getum haldið áfram og skipulagt restina af árinu, í alvöru þetta er orðið pirrandi,“ sagði einn Twitter-notandinn við Barlog.

„Vegna þess að það er ekki svoleiðis,“ svaraði Barlog á Twitter.

Gaf út yfirlýsingu

Í framhaldi af flóði spurninga um leikinn og útgáfu hans ákvað Barlog að birta stutta yfirlýsingu á Twitter.

„Ef ég mætti ráða myndi ég deila öllum upplýsingunum þegar ég fengi þær. En það er ekki undir mér komið. Svo ég bið ykkur vinsamlega um að vera þolinmóð. Ég lofa að hlutunum verður deilt eins snemma og hægt er,“ segir í yfirlýsingu Barlog frá því í gær.

„Við búum til leiki fyrir ykkur. Við fáum að búa til leiki út af ykkur.“

Af þessu að dæma er leikurinn svo sannarlega á leiðinni á þessu ári og opinber tilkynning mun berast von bráðar, jafnvel þó hún komi ekki nákvæmlega á þeim tíma sem fólk hefur spáð fyrir um.

mbl.is