Nýtt efni fylgir Stjörnuvörðunum

Stjörnuverðir frá Riot Games.
Stjörnuverðir frá Riot Games. Grafík/Riot Games

Riot Games kynntu nýlega Stjörnuvarða-viðburð (e. Star Guardian event). Þá kemur nýtt efni fyrir marga af leikjunum, tónlistarsamstarf og vöruúrval.

Hinn geysivinsæli alheimur, Star Guardian, kemur aftur í sumar með efni í leikina League of Legends, League of Legends: Wild Rift og League of Runeterra.

Tíu vikur af töfrum

Fyrir skömmu birti leikjaframleiðandinn Riot Games upplýsingar um alþjóðlega Stjörnuvarða viðburðinn sem hófst fimmtudaginn 14. Júlí.

Viðburðurinn markar upphaf tíu vikna töfrandi upplifun, sem mun veita alþjóðlegum spilurum og anime aðdáendum nýja upplifun bæði innan sem utan leikjaheimsins.

Listamaðurinn Porter Robinson opnar veisluna með útgáfu lags og tónlistarmyndbands af Everything Goes On, sem einnig er þemalag viðburðarins.

Óður til teiknimynda

Eftir þetta verða aðdáendur kynntir fyrir nýjum pakkaútgáfum í League og Legends, League of Legends: Wild Rift og Legends of Runeterra – auk kynningar á Sessions: Star Guardian Taliyah og Star Guardian merch.

Stjörnuverðirnir eru óður Riot Games til The magic girl Mahō Shōjo, teiknimyndategund sem byggir á ungum konum, leggur áherslu á mikilvægi vináttu og býður upp á ekta mynd af einstaklingum.

Eins og fyrri seríur af þessari tegund, eru Stjörnuverðir sýndarheimur, sem fjallar um unglingaflokk sem gengur í skóla á daginn og eru töfrandi stríðsmenn á kvöldin.

Halda áfram með félögum

„Star Guardian er alheimur sem leikmenn okkar elska, sem þeir hafa viljað fá meira af í mörg ár,“ segir Jeremy Lee, aðalframleiðandi League of Legends, og bætir svo við:

„Við erum ánægð með að bjóða Star Guardian velkominn aftur á þennan frábæra hátt. Að auki er dásamlegt að vinna með svo mörgum frábærum samstarfsaðilum til að sýna gömlum og nýjum aðdáendum raunverulega möguleikana í þessum alheimi.“

Þemalagið fyrir viðburðinn „Everything Goes On“ er gert af hinum virta söngvara, lagahöfundi og framleiðanda Porter Robinson.

Lagið fjallar um tvo Stjörnuverði sem hver um sig hefur jafnað sig eftir sitt persónulega tap og ákveða að halda áfram með nýjum félögum.

Lagið er aðgengilegt á öllum netsíðum og tónlistarmyndbandið var frumsýnt á YouTube 14. Júlí.

mbl.is