Vopnasérfræðingur gagnrýnir vopnin

Vopnasérfræðingurinn Jonathan Ferguson gagnrýnir vopn úr tölvuleikjum.
Vopnasérfræðingurinn Jonathan Ferguson gagnrýnir vopn úr tölvuleikjum. Skjáskot/YouTube/Gamespot

Vopnasérfræðingurinn Jonathan Ferguson gagnrýnir enn fleiri skotvopn sem finna má í tölvuleiknum Valorant.

Ferguson er gæslumaður skotvopna og stórskotaliðs hjá Royal Armories og hefur áður gagnrýnt byssur úr ýmsum leikjum eins og Counter-Strike: Global Offensive og Halo Infinite.

Fyrr í mánuðinum rýndi hann í nokkur skotvopn úr tölvuleiknum Valorant og í nýrra myndbandi frá Gamespot fer hann yfir og ræðir enn fleiri skotvopn úr leiknum.

Í myndbandinu skoðar hann vopn á borð við Sheriff-byssuna, Odein-vélbyssuna og Operator-leyniskytturiffilinn og ræðir þau.

Hér að neðan má horfa á myndbandið í heild sinni.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert