FBI og breska lögreglan handtaka 17 ára tölvuþrjót

Ljósmynd/Unsplash/Towfiqu barbhuiya

Síðustu helgi braust tölvuþrjótur inn í kerfi Rockstar Games og lak fleiri en 90 myndböndum og myndum af tölvuleiknum GTA 6 sem er enn í þróun hjá fyrirtækinu.

Fyrr í dag greindi lögreglan í Lundúnum frá því að hafa handtekið meintan tölvuþrjót, sem er sautján ára gamall.

Viðkomandi var handtekinn í Oxfordshire í dag og er nú í gæsluvarðhaldi hjá lögreglu.

Handtakan var hluti af rannsókn landsbundnu netglæpadeild Bretlands, NCCU, en þar að auki segir blaðamaðurinn Matthew Keys að bandaríska alríkislögreglan, FBI, komi einnig að máli.

Viðkomandi er jafnframt grunaður um að eiga þátt í að brjótast inn í kerfi fyrirtækisins Uber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert