Playstation í skýjunum með sjöundu uppfærslunni

Playstation og Discord tilkynntu samstarf árið 2021.
Playstation og Discord tilkynntu samstarf árið 2021. Samsett mynd

Stór uppfærsla á Playstation 5, uppfærslan 7.00, mun að sögn netverja innihalda tvær risa viðbætur við tölvuna.

Annars vegar möguleikann á því að streyma PS5 leikjum í gegnum skýið (e. Cloud) og svo innleiðing samskiptaforritsins Discord. Von er á uppfærslunni í byrjun mars en á næstu dögum hefjast prófanir fyrir valda aðila.

Talið er að möguleikinn að spila leiki frá skýinu verði einungis aðgengilegt þeim sem hafa aðgang að Playstation Plus Premium, sem er dýrasta áskriftarleið Playstation.

Discord innleiðingin

Það hefur verið vitað lengi að Sony hefur viljað innleiða Discord í tölvur sínar í eitthvern tíma. Forstjóri Playstation, Jim Ryan, tilkynnti um samstarfið við Discord í maí 2021 þegar hann sagði hönnuði sína vinna náið með starfsfólki Discord að gera þetta að veruleika.

Markmiðið var að einfalda samskipti milli vina, vinahópa og samfélaga. Það er ekki víst hvernig innleiðingin mun ganga en talið líklegt að Discord muni nota svipaða tækni og er í Xbox.

Xbox innleiddi Discord möguleika fyrir spilara í september 2022 og þar geta spilarar notað Discord til þess að spjalla við aðra spilara og gengið í nýja Discord hópa frá leikjatölvunni sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert