Heimildarmynd um CS:GO sýnir frá því sem gerist bak við tjöldin

Leikmaðurinn S1mple í heimildarmyndinni Game and Glory.
Leikmaðurinn S1mple í heimildarmyndinni Game and Glory. Skjáskot/YouTube

Þýska rafíþróttafyrirtækið ESL hefur nú, í samstarfi við BBC Studios, gefið út heimildarmynd um einn vinsælasta tölvuleik allra tíma, Counter-Strike: Global Offensive. Með því fá CS:GO-áhugamenn að upplifa leikinn á glænýjan máta.

Í heimildarmyndinni fá áhorfendur innsýn inn í þennan rafíþróttaheim og hvað það þýði í raun og veru að vera einn af þeim allra bestu í leiknum.

Hér fyrir neðan er hægt að horfa á myndina í heild sinni en netverjar og áhugamenn um CS:GO virðast vera mjög ánægðir með myndina. 

Margir vinklar teknir fyrir

CS-stjörnur eins og S1mple og cadiaN koma m.a. fram í myndinni en einnig er rætt við aðstandendur þeirra og aðra aðila innan geirans.

Bregður til dæmis þekktum lýsanda fyrir, Machine, sem lýsti t.d. leikjum á stórmótinu í Brasilíu fyrr í vetur. Hann þekkir því senuna býsna vel og veitir áhorfendum með því annað sjónarhorn en frá augum keppanda.

„Virðing er ekki eitthvað sem þú öðlast með nafninu þínu, það er eitthvað sem þú vinnur þér inn með réttri ákvarðanatöku og hegðun í garð annarra,“ segir danski leikmaðurinn cadiaN í Heroic.

„Ef hann gerir það ekki, hvers vegna ætti ég að gera það?“

Hvaða eldhús fær þitt atkvæði?

  • Sigtýr Ægir
  • Móna Lind
  • Kleópatra Thorstensen
  • Birta Amarie
  • Adinda Marita
mbl.is