Nældu þér í leiki mánaðarins

Leikirnir í þessum mánuði.
Leikirnir í þessum mánuði. Samsett mynd

Mánaðarlega býður Playstation upp á gjaldfrjálsa leiki sem spilarar geta náð sér í og spilað, eða geymt í safni sínu. Leikirnir í febrúar eru ekkert slor en það eru leikirnir: Evil Dead, Mafia, Destiny 2: Beyond Light og OlliOlli World.

Leikirnir verða aðgengilegir meðlimum Playstation Plus áskriftarleiðarinnar frá 7. febrúar.

Vanalega eru þrír leikir aðgengilegir meðlimum en í þetta skipti eru það fjórir en líklega er það til komið vegna komu nýs leik frá framleiðendum Destiny en Destiny 2: Beyond Light er viðbót við Destiny 2 leikinn. 

Skjáskot/Destiny

Evil Dead er netleikur sem snýst um það að lifa af í hryllilegum aðstæðum. Leikurinn fékk fína dóma og er fullkominn ef spilarar eru að leita að nýjum leik til þess að spila með vinum.

Skjáskot/EvilDead

Leikurinn Mafia: Definitive Edition er endurgerð af upprunalega leiknum frá árinu 2002. Verkefni um víð og dreif á kortinu og fullt af hlutum til þess að skoða.

Skjáskot/Mafia

OlliOlli World er hjólabrettaleikur og getur spilari ekki slegið slöku við því leikurinn spilast hratt og þarf fljót viðbrögð spilara til þess að sýna flotta takta og færni. Leikurinn fékk frábæra dóma gagnrýnenda. 

Skjáskot/OlliOlli

Leikir febrúarmánaðar

Aðgengilegir frá 7. febrúar til 6. mars

  • Evil Dead: The Game (PS4, PS5)
  • Destiny 2: Beyond Light (PS4, PS5)
  • Mafia: Definitive Edition (PS4)
  • OlliOlli World (PS4, PS5)

Værir þú til í að spila tölvuleik á íslensku?

  • Já klárlega
  • Nei helst ekki
  • Hef ekki sterka skoðun á því
mbl.is