Músamotta úr gleri og bannað að meiða aðra

Músamottan kemur á markað í næstu viku.
Músamottan kemur á markað í næstu viku. Skjáskot/Razer

Tæknirisinn Razer tilkynnti um helgina nýja tegund músamotta sem ber nafnið „Razer Atlas“. Músamotturnar verða gerðar úr gleri og án ljósaborðanna sem einkennir Razer vörurnar.

Hörð músamotta gæti verið góð fyrir þá sem spila skotleiki og þurfa hreyfa músina hratt og mikið og minni fyrirstaða en á músamottum úr efni.

Þar sem músamottan er úr gleri mun yfirborð mottunnar alltaf haldast sú sama, en músamottur úr efni eða plasti verða skítugar og lélegar þegar líður á.

Listi yfir það sem er bannað að gera með músamottunni.
Listi yfir það sem er bannað að gera með músamottunni. Skjáskot/Razer

Á kassanum sem músamottan kemur í eru þó áhugaverðar upplýsingar en Razer vill ekki að notendur noti músina til þess að magna upp sólargeisla og búa til eld né berja aðra í hausinn með músinni.

Razer Atlas kemur á markað 24. mars næstkomandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert